
Ég legg áherslu á samvinnu milli hunds og eiganda.
Ég notast við jákvæðar þjálfunaraðferðir sem byggjast á því að verðlauna hundinn fyrir þá hegðun sem við viljum sjá og hunsa þá hegðun sem við viljum ekki sjá.
Ég hef þessi 4 atriði að leiðarljósi í þjálfun og almennri umgengi við hunda og önnur dýr.
Þolinmæði
Samvinna
Traust
Virðing